Í hverju felst samþykki mitt?

Undirritun samþykkisyfirlýsingar um þátttöku í rannsókninni er skilyrði fyrir þátttöku. Samþykkið heimilar meðal annars að samkeyra megi upplýsingar um þig við öll gögn Íslenskrar erfðagreiningar og nálgast megi upplýsingar úr gögnum heilbrigðisstofnana sem gagnast rannsókninni.

Ef þú hefur ekki gefið lífsýni áður vegna þátttöku í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar verður þér boðið að koma síðar í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna til að gefa lífsýni og undirrita upplýst samþykki.

Þér mun þá einnig gefast kostur á þátttöku í lífsýnasafni Íslenskrar erfðagreiningar með undirritun sérstaks lífsýnasafnssamþykkis, sem heimilar að sýni og gögn megi nota til annarra rannsókna sem hlotið hafa leyfi Vísindasiðanefndar.

Upplýsingar um verkefnið í síma 520-2800 eða rannsokn@rannsokn.is © 1997 - 2019 Íslensk erfðagreining ehf. Allur réttur áskilinn.